Færsluflokkur: Menning og listir

Hafnfirðingar: Nóg komið af niðurskurði í skólum!

Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stöðva nú þegar niðurskurð á fjárframlögum til grunnskóla og leikskóla í Hafnarfjarðarbæ og setja menntun og umönnun barnanna okkar í algeran forgang í fjárhagsáætlun bæjarins héðan í frá.

Góð menntun leggur grunninn að góðu lífi. Með þeim mikla og óvægna niðurskurði sem er nú þegar staðreynd í skólakerfi Hafnarfjarðarbæjar er menntun og lífi barnanna okkar til framtíðar stefnt í beinan voða.

Niðurskurðurinn hefur nú þegar bitnað harkalega á því metnaðarfulla og góða starfi sem unnið er í skólum bæjarins. Kennarar, skólastjórnarfólk og aðrir starfsmenn skólanna geta ekki haldið uppi gæðum menntunarinnar ef þeim eru skapaðar ómögulegar fjárhagslegar aðstæður, og það bitnar fyrst og fremst á börnunum.

Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir svart á hvítu að á samdráttartímum er ekkert mikilvægara en menntun. Einmitt þá er sérstök þörf á að styrkja menntun og skóla, en ekki skera niður.

Þeir skammtímahagsmunir sem felast í niðurskurði til skóla bæjarins eru léttvægir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem felast í góðri undirstöðumenntun barnanna okkar til langs tíma.

Börnin okkar eiga betra skilið. Stöðvið niðurskurðinn STRAX!

 Skráið ykkur og setjið kennitölu í "comments" inn á tenglinum:

http://www.ipetitions.com/petition/stodvum_nidurskurd_i_skolum_i_hafnarfirdi/


Um bloggið

Þórður Magnússon

Höfundur

Þórður Magnússon
Þórður Magnússon
Höfundur er sjúkraþjálfari, íþrótta áhugamaður og útivistarmaður sem vill viðhalda ósnortinni náttúru Íslands.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband